Kristjana Aradóttir
1.
umferð í mfl
kvk
Giskari umferðarinnar er engin önnur en Kristjana Aradóttir margreynd
handboltakempa, ein af frægu „Golden girls“ stúlkunum sem unnu allt hér áður
fyrr.
Kristjana spáði eftirfarandi fyrir
fyrstu umferð kvenna 20. september:
HK -
Fram 2
Framarar vinna öruggan útisigur gegn ungu og efnilegu liði HK úr
Kópavoginum.
Fylkir -
Valur 2
Valsstúlkur munu gera góða ferð upp í árbæ þrátt en munu eiga erfiðan
leik við ungar og sprækar Fylkisstelpur
Haukar -
Stjarnan 1
Kristjana hefur trú á Haukasigri gegn Stjörnunni en þessum liðum var
spáð toppbaráttu í vetur.
Grótta -
FH
x
FH stúlkur munu sækja mikilvægt stig út á Seltjarnarnes og eiga góðan
fyrsta leik.
Kristjönu leist ágætlega á veturinn. „Sóknarlega erum við ágætar en varnarlega
finnst mér þurfa að spíta í lófa. Varnarlega þurfum við að bæta okkur og
vera með vel skipulögð hraðaupphlaup”
Ágætis tipp hjá Kristjönu að þessu sinni en hún skorar á Margréti Theódórsdóttur
til að taka við keflinu í næstu umferð.
Úrslit verða kunngjörð fljótlega eftir að umferð lýkur.