Hið árlega Golfmót FH var haldið s.l. föstudag, 2. september við algjörar kjöraðstæður á frábærum golfvelli Keilismanna á Hvaleyrinni.
Mótið á sér langa sögu en það var fyrst haldið árið 1981 undir forystu félaganna Ingvars Viktorssonar og Ragnars Jónssonar. Það hefur verið haldið árlega síðan þá og fór nú fram í 36. skipti sem gerir mótið að einu því langlífasta sem haldið er.
Þátttaka var mjög góð en alls luku 109 keppendur leik sem er með því mesta sem gerist í þessu móti.
Það var sérstaklega gaman að sjá hvað margar konur tóku þátt að þessu sinni, eða 21, sem er metþátttaka og umtalsvert meira en áður hefur verið. Vonandi verður framhald á því.