Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Upphaf handknattleiksins á Íslandi

Saga handknattleiksins á Íslandi á sterkar rætur að rekja til Hafnarfjarðar eins og alþjóð veit. Bærinn hefur oftlega verið nefndur "handboltabærinn" eftir að strákarnir hans Hallsteins, "gullaldarlið FH", fóru að láta að sér kveða um og eftir 1954. Valdimar Sveinbjörnsson og Hallsteinn Hinriksson innleiddu handknattleik á Íslandi, en þeir lærðu hann á Staten Gymnastik Institut í Kaupmannahöfn. Fyrsti kappleikurinn innanhúss í handknattleik fór einmitt fram milli drengja úr Flensborgarskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík. Sá leikur fór fram í gamla leikfimihúsinu við Suðurgötu í Hafnarfirði í febrúar 1930.

1965
Mfl. karla varð Íslandsmeistari innan- og utanhúss.

1966
FH varð Íslandsmeistari eftir harða baráttu við Fram og þurfti aukaleik til að útkljá mótið, en FH vann 21-16. Þá vannst útimótið sömuleiðis.

1967
Í Íslandsmótinu innanhúss gerðu FHingar ekki stóra hluti. Mfl. karla tapaði titlinum til Fram eftir hörkukeppni og þurfti aukaleik um titilinn sem Fram vann.

1968
Innanhússmótið að þessu sinni varð öllum FHingum til mikilla vonbrigða þar sem mfl. karla lenti í 3. sæti í eitt af örfáum skiptum, sem hann hefur ekki lent í öðru af tveim efstu sætunum.

1969
FH endurheimti Íslandsmeistaratitilinn innanhúss auk þess sem þeir sigruðu utanhúss líka. Sigurinn innanhúss var óvenju glæsilegur þar sem aðeins tapaðist 1 stig og hlaut FH átta stigum meir en lið nr. 2. Geir Hallsteinsson var kjörinn íþróttamaður ársins 1968.

1970
Árangur mfl. karla þetta árið var mjög slakur og einhver sá slakasti um langt skeið, "aðeins" þriðja sætið í innimótinu en útimótið tapaðist í fyrsta skipti síðan 1956.

1971
Mfl. karla endurheimti nú báða titlana; innanhús eftir mjög eftirminnilegan aukaúrslitaleik gegn Val sem FH vann 12-10 fyrir troðfullri Laugardalshöllinni þar sem ríkti geysileg stemning. FH komst í 8-liða úrslit í Evrópukeppninni þetta árið.

1972
Þetta ár var fremur rólegt. Mfl. karla tapaði báðum mótunum, varð í öðru sæti í þeim báðum. Á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Munchen í Þýskalandi átti FH sína fyrstu Þátttakendur á Ólympíuleikum en þeir voru Birgir Finnbogason, Hjalti Einarsson, Geir Hallsteinsson og Viðar Símonarson og auk þeirra var Einar Þ. Mathiesen í fararstjórn íslenska hópsins, en Einar var einmitt kjörinn formaður HSÍ um haustið, fyrsti og eini FHingurinn, sem hefur gegnt því starfi.

1973
Fremur fátt var um fína drætti í Íslandsmótinu innanhúss þar sem enginn flokkur vann meistaratitil.

1974
Ekki voru þær glæsilegar spárnar í blöðunum um frammistöðu FH í Íslandsmótinu í 1. deild karla, gengu sumir íþróttafréttaritarar svo langt að spá FH falli í 2. deild, en eins og áður segir þá lék Geir Hallsteinsson í Þýskalandi þetta keppnistímabil. En hjá FH. sannaðist hið margkveðna að maður kemur í manns stað, því mfl. karla vann tvöfalt, þ.e.a.s. bæði úti og inni og var innanhússsigurinn sérlega glæsilegur bar sem titillinn var í höfn þó svo enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu og er það ábyggilega mörgum ógleymanlegt er sigurinn í mótinu varð staðreynd hér í Íþróttahúsinu og sögðu blöðin að fögnuður Hafnfirðinga hefði verið svo mikill að legið hefði við að þakið hefði lyfst af húsinu. Þetta árið var í fyrsta skipti keppt í Bikarkeppni HSÍ og komst FH Þar í undanúrslit. Um sumarið fór stór hópur ungra FH pilta til Gautaborgar í Svíþjóð til keppni á PARTILLE CUP, voru þetta þrír aldursflokkar. Léku piltarnir alls 19 leiki, sigruðu 14, gerðu eitt jafntefli en töpuðu fjórum. Yngsti flokkurinn komst í úrslit, en vegna misskilning mættu þeir of seint til leiks og var leikurinn flautaður af og sigurinn dæmdur þýzku liði. Fararstjórn FH mótmælti harðlega en Þjóðverjarnir neituðu algjörlega að leikurinn yrði leikirin og stafaði það einungis af því að FH var með langsterkasta liðið í þessum flokki. Þegar heim var komið lét FH útbúa gullpeninga til handa þessum ungu FHingum sem svo slysalega urðu af þeim í Svíþjóð

1975
Eins og áður sagði stóð FH í Evrópukeppninni fram á árið og kom það mjög niður á leik mfl. karla í innanhússmótinu, bar sem meiðsli voru mikil, enda náði flokkurinn ,aðeins" þriðja sæti og einnig tapaðist nú útimótið. Hins vegar sigraði mfl. karla nú í bikarkeppni HSÍ í fyrsta skipti. Öðru sinni varð FH. að sjá á eftir leikmönnum til Þýzkalands og voru það að þessu sinni bræðurnir Ólafur og Gunnar Einarssynir. Fór Gunnar til að leika með GÖPPINGEN liði því er Geir lék áður með en Ólafur til að leika með liðinu DONSDORF. Varð þetta FH. liðinu mikil blóðtaka, en maður kom í manns stað, eins og alltaf áður.

1976
Þrátt fyrir að hafa misst bræðurna Ólaf og Gunnar Einarssyni til Þýzkalands tekst mfl. karla það þrekvirki að sigra bæði í Íslandsmótinu og Bikarkeppni HSÍ og hefur engu öðru félagi tekist það. Um haustið tók svo FH þátt í Evrópukeppni meistaraliða og lenti í forkeppninni gegn færeysku meisturunum frá Vestmanna og fór fyrri leikurinn fram hér í Hafnarfirði og var það í fyrsta skipti sem Evrópuleikur fór fram hér í bæ. FH bar sigur úr býtum, skoraði 28 mörk gegn 13, en í Færeyjum sigraði FH með 25 mörkum gegn 20. Í næstu umferð lék FH gegn pólsku meisturunum SLASK, sem höfðu innan sinna vébanda kempuna Klempel og í markinu stóð núverandi þjálfari Víkings, Bodgan. Fyrri leikurinn fór fram hér heima og tapaði FH honum 20-22 eftir jafnan og góðan leik bar sem Klempel sýndi hvers hann er megnugur þegar hann er í stuði, en úti tapaði FH 18-22 eftir að hafa haldið jöfnu fram í miðjan seinni hálfleik og fyrir bæði klaufaskap og óheppni misst af því að ná yfirhöndinni undir lok leiksins.

1977
Í Íslandsmótinu innanhúss varð meistaraflokkurinn í þriðja sæti. Í Bikarkeppninni sigraði mfl. karla þriðja árið í röð og þar með hinn veglega bikar, sem Breiðholt h.f. hafði gefið til eignar.

1978
Í fyrsta skipti í sögu 1. deildar karla og vonandi það síðasta náði nú mfl. karla ekki einu af þremur efstu sætunum. Í utanhússmótinu komst FH ekki í úrslit vegna óhagstæðrar markatölu og lék um þriðja sætið en tapaði þeim leik. Mfl. lék til úrslita í Bikarkeppni HSÍ fjórða árið í röð en tapaði þar. Annars var merkasta mál deildarinnar á bessu ári það að gerðir voru samningar við Pólverjann Artur Zbylicki um þjálfun allra flokka félagsins keppnistímabilið 1978-1979 og varð FH fyrsi íslenskra félaga til að ráða erlendan handknattleiksþjálfara til starfa. Kom Artur hingað til lands í febrúar og kynnti sér aðstæður og kynntist hér bæði forráðamönnum og leikmönnum á öllum aldri og var bá gengið frá samningum. Alkominn kom hann hingað svo í september og hafði þá deildin tekið á leigu íbúð og keypt húsgögn, en Artur vann síðan í Glerborg á daginn, en þjálfaði alla flokka deildarinnar á kvöldin.

1979
Meistaraflokkur varð í þriðja sæti í 1. deildinni og komst í undanúrslit í Bikarkeppni HSÍ.

1979-80
Geir Hallsteninsson tók við þjálfun mfl. karla og fetaði þar í fótspor föður síns. Mikil endurnýjun átti sér stað í liðinu og var það að langmestu leyti skipað kornungum leikmönnum. Samt sem áður náði liðið 2. sæti í 1. deild á eftir geysisterku liði Víkinga, hlaut 18 stig af 28 mögulegum.

1980-81
Árangur mfl. karla var frekar slakur. Liðið hafnaði í 4. sæti í Íslandsmótinu og var leikur þess brokkgengur í meira lagi á þessu tímabili. Í Íslandsmótinu utanhús varð mfl. FH í 2. sæti. Vegna þess að stofnað var til nýrrar Evrópukeppni, svokallaðrar IHF-keppni fór fram sérstök keppni um sæti í henni. Þar tóku þátt 7 lið úr 1. deild og FH vann þar alla sína leiki og varð því fyrst íslenskra liða til að taka þátt í þessari keppni.

1981-82
Mfl. karla varð í 2. sæti og frammistaða hins unga liðs FH þótti góð þetta árið. Liðið hafði von um sigur fram í síðasta leik en tapaði þá fyrir liði Víkinga sem varð Íslandsmeistari þetta árið. Þessi árangur gaf liðinu keppnisrétt í IHF-keppninni annað árið í röð, en FH datt út úr keppninni á móti Brixen frá Ítalíu. Í Bikarkeppni HSÍ komst mfl. karla í úrslitaleik gegn KR en tapaði þar naumlega. FH varð Íslandsmeistari utanhús í 19. skiptið þetta árið.

1982-83
FH varð deildarmeistari þetta árið en endaði í 3. sæti í úrslitakeppninni. Þar léku 4 efstu lið fjórfalda umferð.

1983-84
Mfl. karla náði stórglæsilegum árangri í Íslandsmótinu. Vann fyrst deildarkeppnina með algjörum yfirburðum, vann alla leiki sína og var 9 stigum á undan næsta liði. Í úrslitakeppninni hélt liðið sínu striki og vann þar sennilega mesta yfirburðasigur í Íslandsmóti sem um getur. Liðið vann 11 leiki af 12 og tapaði aðeins síðasta leiknum í mótinu og var þá Íslandsmeistaratitillinn löngu tryggður. Var liðið 11 stigum á undan næsta liði í úrslitakeppninni þegar upp var staðið. FH-liðið vann 33 leiki í röð í 1. deildarkeppninni og úrslitakeppninni þennan vetur.

1984-85
Á Íslandsmótinu van mfl. karla öruggan sigur í deildarkeppninni, hlaut 27 stig af 28 mögulegum. Í úrslitakeppninni varð liðið einnig sigurvegari og því Íslandsmeistari annað árið í röð. Guðmundur Magnússon tók við þjálfun liðsins af Geir Hallsteinssyni þetta tímabil og náði strax þessum góða árangri sem þjálfari.

1985-86
Meistaraflokkur karla varð fyrir mikilli blóðtöku þetta ár. 7 af fastamönnum liðsins, flestir burðarásar í leik þess, hurfu á braut og liðið var því endurnýjað með ungum leikmönnum. Árangur liðsins var eftir því. Í 1. deild varð liðið í 5. sæti sem þykir ekki beysið þegar FH á í hlut.

1986-87

Mfl. karla varð í 3. sæti í 1. deild eftir að hafa byrjað mótið mjög illa. Viggó Sigurðsson tók við þjálfun FH-liðsins þetta tímabil. Í Bikarkeppninni var Mfl. karla sleginn út í undanúrslitum.

1987-88
Mfl. karla varð í 2. sæti í 1. deild eftir að hafa leitt mótið lengst af. En síðasti leikurinn í mótinu var gegn Val á Hlíðarenda og hann tapaðist naumlega eftir hörkuviðureign. Þó var greinilegt eftir þetta tímabil að FH-liðið var að jafna sig eftir að hafa misst fjölmarga af sínum sterkustu leikmönnum 2 árum áður. Í Bikarkeppninni féll mfl. karla út í 8 liða úrslitum.

1988-89
Árangur mfl. karla olli þó nokkrum vonbrigðum en liðið hafnaði í 4. sæti í 1. deild. Í Bikarkeppninni komst meistaraflokkurinn í úrslit en tapaði þar fyrir Stjörnunni. Þetta tímabil lék FH í IHF-keppninni. Í fyrstu umferð dróst liðið á móti norska liðinu Fredensberg/Ski. Ytra tapaði FH 25-30 en vann muninn upp hér heima í æsispennandi leik. Úrslitin urðu 30-25 og markið sem fleytti FH-ingum áfram var skorað á lokasekúndu leiksins. Í næstu umferð lenti FH á móti rúmenska liðinu Baia Mare. Rúmeníuförin var bæði löng og ströng. Byrjað var á að fljúga til Vínar og þaðan var farið með langferðabíl gegnum Ungverjaland og til Rúmeníu. Leikurinn ytra tapaðist með átta marka mun, 31-39. En í heimaleiknum náði FH-liðið einum af sínum bestu leikjum í Evrópukeppni og vann stórsigur, 32-19 og komst bar með áfram í keppninni. Í 8 liða úrslitum IHF-keppninnar dróst FH gegn sovéska liðinu Krasnodar. FH tapaði fyrri leiknum hér heima stórt, 14-24. Var þá samið við Sovétmennina um að leika seinni leikinn hérlendis líka. Sá leikur tapaðist líka, 19-25.

1989-90
Þetta ár var að mörgu leyti viðburðaríkt fyrir okkur í handknattleiksdeild FH. Hæst bar árangur mfl. karla sem varð Íslandsmeistari. Þorgils Óttar Mathiesen tók við þjálfun liðsins af Viggó Sigurðssyni og gerði það að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem meistaraflokksþjálfari. Annar stóráfangi á þessu tímabili var sá að nýtt íþróttahús á svæði FH í Kaplakrika var tekið í notkun í mars 1990. Fyrsti leikur FH-liðsins í húsinu var óbeinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn við Val. FH sigraði í þessum vígsluleik og náði þar forskoti í 1. deild sem Valsmönnum tókst ekki að vinna upp. Ekki þarf að fjölyrða um hvílík lyftistöng nýja íþróttahúsið hefur verið fyrir starfsemi handknattleiksdeildarinnar og raunar félagsins alls.

1990-91
Þetta árið var uppskeran upp og ofan í Íslandsmótinu. Meistaraflokkurinn varð í 4. sæti í 1. deild og þótti sá árangur ekki nógu góður. Í Bikarkeppninni komust báðir meistaraflokkarnir í undanúrslit en féllu þar úr keppni. Mfl. karla lék í Evrópukeppni meistararliða á þessu tímabili. Í 1. umferð dróst FH á móti færeyska liðinu Kyndli. FH vann báða leikina, 25-23 ytra og 37-15 heima. Í næstu umferð dróst FH á móti tyrkneska liðinu ETI Biskuleri. Heimaleikinn vann FH 29-21 en í Tyrklandi tapaði FH með 13 marka mun, 19-32. Þetta var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir félagið og ekki bætti úr skák að mikið fjárhagslegt tap varð vegna þátttökunnar í þessari Evrópukeppninni.

1991-92
Á þessu tímibili bar hæst stórkostlegan árangur mfl. karla sem sigraði í öllum þeim mótum sem hann tók þátt í. Í undanúrslitum var leikið við Vestmannaeyinga og þar vann FH-liðið tvo leiki gegn einum. Úrslitaleikirnir í keppninni voru við Selfyssinga. FH vann fyrsta leikinn á heimavelli sinn sínum en tapaði næsta leik á Selfossi. En næstu tveir leikir unnust og þegar FH hafði innsiglað sigur sinn á Selfossi biðu mörg hundruð manns eftir liðinu í Kaplakrika til að fagna sigurvegurunum. Til að kóróna glæsilegan árangur urðu drengirnir síðan Bikarmeistarar líka eftir að hafa unnið Valsmenn örugglega í úrslitaleik

1992-93
Eftir gott tímabil árið á undan var árangur FH í Íslandsmótinu frekar misjafn. Mfl. karla varð í 2. sæti í deildarkeppninni. Í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn komst liðið í úrslitaleikina gegn Val en mátti þar lúta í lægra haldi. Valsmenn unnu 3 leiki en FH einn. FH tók þátt í Evrópukeppni meistaraliða og lék fyrst gegn færeysku meisturunum Kyndli. Þar vann FH útileikinn 27-20 og heimaleikinn 25-20. Í 16 liða úrslitunum dróst FH gegn sænska liðinu Ystad. Fóru báðir leikir liðanna fram í Kaplakrika. Fyrri leikurinn vannst 28-26 og sá síðari 28-22. Þar með var FH-liðið komið í 8 liða úrslit. Mótherjarnir þar voru þýsku meistararnir Wallau-Massenheim. Fyrri leikur liðanna fór fram í Þýskalandi og tapaðist 24-30. Þetta bil reyndist ekki unnt að brúa hér heima því jafntefli varð í leik liðanna í Kaplakrika 19-19. Var FH bar með úr leik að sinni. Engu að síður verður árangur FH í Evrópukeppninni þetta árið að teljast með betra móti.

1993-94
Árangur keppnisflokka FH var misjafn þetta tímabil en í það heila má hann teljast góður. Hæst ber vitaskuld Bikarmeistaratitil í mfl. karla. FH lék til úrslita við lið KA. Var öll umgjörð leiksins glæsileg og sennilega hefur aldrei verið önnur eins stemming á bikarúrslitaleik í handknattleik. Í 1. deildarkeppninni stóð liðið sig ekki eins vel og leikur þess var köflóttur á tímabilinu. Liðið endaði í 5.sæti í 1. deildinni og lék við Víkinga í 1. umferð úrslitakeppninnar. Þar tapaði liðið tveimur leikjum á útivelli en vann heimaleik sinn og var þar með úr leik í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. FH lék í Borgarkeppni Evrópu á tímabilinu. Í fyrstu umferð keppninnar var leikið við liðið Stavanger frá Noregi. FH tapaði útileiknum 24-27 en vann þann mun örugglega upp í Kaplakrika með því að sigra 28-21. Í næstu umferð var leikið við þýska liðið Essen. Fyrri leikurinn fór fram hér heima og endaði með jafntefli, 23-23. Í Þýskalandi mátti FH-liðið sætta sig við nauman ósigur, 20-22 og var þar með úr leik í keppninni.

Eftirfarandi eru sætin sem meistaraflokkur endaði í 1. deild. (1994 - 2006)



Tímabilið 2006 til 2007

Meistaraflokkur karla leikur í fyrsta skipti í sögu félagsins í 2. deild. Eftir að liðið féll niður um deild síðasta tímabil var ákveðið að byggja liðið til framtíðar á ungum strákum. Í 2. deild leika auk FH, Afturelding, Grótta, Haukar 2, Höttur, ÍBV, Selfoss, Valur 2, Víkingur/Fjölnir.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: