Nori - Skráningar og greiðslukerfi
Eins og lesa má um í Tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ hér til vinstri samdi Hafnarfjarðarbær í fyrrasumar við fyrirtækið Dynax um umsjón með öllum niðurgreiðslum bæjarins til íþróttamála yngri flokka innan bæjarfélagsins.
Þetta hefur það í för með sér að skráningar í alla flokka, hjá öllum deildum FH fer fram í gegnum vef Hafnarfjarðarbæjar.
Skráningin fer fram í gegnum Mínar síður á vef bæjarins.
Nýskráning forráðamanns:
- Einfalt er að skrá sig inn í kerfið og er það gert með því að fara á Mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ eða smella á myndina hér að neðan.
- Þar skráir forráðamaður sig inn í kerfi bæjarins eða stofnar nýjan aðgang.
- Athugið að aðeins börn með lögheimili í Hafnarfirði birtast í listanum.
Skráning iðkenda:
- Forráðamaður velur merki FH og fer beint inn á sína síðu í Nóra án frekari skráningar notendanafns/lykilorðs. (Skráning á Mínar síður gildir sem skráning í Nóra)
- Forráðamaður skráir síðan iðkanda á námskeið og getur þá valið um að haka í "ÍÞRÓTTA OG TÓMSTUNDASTYRKUR". Nóri sækir þá upphæð styrks til Hafnarfjarðarbæjar og birtir - og dregur frá námskeiðsgjaldi. Mismuninn þarf forráðamaður að greiða.
- Skráning verður ekki virk nema að gengið sé endanlega frá greiðslu, hvorki í Nóra né á styrk frá Hafnarfjarðarbæ.
Iðkendur búsettir utan Hafnarfjarðar:
Þar sem forráðamenn iðkenda sem búsettir eru utan Hafnarfjarðar geta eðlilega ekki skráð sig inn á þjónustuvef bæjarins er þeim bent á leiðbeiningar hér til vinstri.
Fyrir frekari upplýsingar og/eða leiðbeiningar er best að senda tölvupóst á bryndis@fh.is
ATH! Mikilvægt er að forráðamenn skrái iðkendur strax til að nýta sér heildarniðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ.
Það er á ábyrgð forráðamanna að skrá iðkendur strax, að öðrum kosti geta þeir misst niðurgreiðslu frá bænum sem reiknast fyrir hvern mánuð.