Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Eftirfarandi var samþykkt í Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar og Fjölskylduráði Hafnarfjarðar síðastliðið sumar:

Reglur, meginmarkmið og skilyrði fyrir niðurgreiðslum Hafnarfjarðarbæjar hjá iðkendum 6 til 16 ára í íþrótta- og tómstundafélögum frá 1. september 2012

 • Markmið niðurgreiðslna er að gera börnum með lögheimili í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnastarf í Hafnarfirði. Einnig á niðurgreiðslan að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.
 • Meginskilyrði fyrir endurgreiðslu til félaga verður að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðustum skilningi. Starfsemin fari fram undir leiðsögn hæfra starfsmanna, þannig að fagmennska sé viðhöfð við kennslu og þjálfun barna og unglinga.
 • Félag/deild fær greiddar fyrir hvern iðkanda á mánuði til lækkunar á þátttökugjaldi eins og hér segir , kr. 1.700 fyrir 6 ára til 12 ára og kr. 2.550 fyrir 13 ára til 16 ára og miðað skal við fæðingarár. Ber félagi/deild að lækka þátttökugjald iðkandans sem þessu nemur við greiðslu á æfingagjaldi.
 • Niðurgreiðslur ná einungis til félaga með skipulagða kennslu/þjálfun í að minnsta kosti 10 vikur í senn og að lágmarki eina æfingu í viku.
 • Ef þátttökugjald er hærra en sem nemur niðurgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar innheimtir félag/deild mismuninn hjá forráðamönnum.
 • Niðurgreiðsla bæjarins skal ekki nema hærri fjárhæð en ákvörðuðu æfingagjaldi.
 • Niðurgreiðslur ná eingöngu til tveggja íþrótta- og/eða tómstundagreina í senn.
 • Niðurgreitt verður aðeins hjá félögum utan Hafnarfjarðar sem bjóða upp á starfsemi sem ekki er í boði hjá félögum í Hafnarfirði.
 • Framkvæmd niðurgreiðslunnar er þannig að forráðamenn verða að fara inn á vef Hafnarfjarðarbæjar Mínar síður eða heimasíðu viðkomandi félags og staðfesta þátttöku iðkandans hjá viðkomandi félagi/deild rafrænt. . Eingöngu er hægt að staðfesta þátttökuna í íbúagátt eða hjá viðkomandi félagi. Þegar forráðamaður staðfestir þátttöku barns fær viðkomandi félag/deild og Hafnarfjarðarbær staðfestingu þar um.. Mánaðarlega tekur Hafnarfjarðarbær saman lista með fjölda þátttökustaðfestinga forráðamanna og sendir til félaga/deilda og greiðir félögum/deildum niðurgreiðslustyrki samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi íþróttafélag /deild útfrá heildarlista. Í kvittun til þátttakenda um námskeiðskostnað skal félag geta um hlut bæjarfélagsins í greiðslu vegna námskeiðsgjaldsins.
 • Félög sem ekki eru tengd Nórakerfinu og Mínar síður verða að gefa út kvittun fyrir greiðslu æfingagjalda. Forráðamenn/iðkendur verða að koma kvittun fyrir greiðslu æfingagjalda til Þjónustuvers Hafnarfjarðar og sækja um niðurgreiðsluna þar.
 • Þjónustuverið s. 5855500 veitir frekari upplýsingar og aðstoð varðandi skráningar í íbúagáttina.

Samþykkt í Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar 06.06.2012
Samþykkt í Fjölskylduráði Hafnarfjarðar 13.06.2012

Sjá einnig hér.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: