Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Nýr áfangi í útbreiðslu Nóra skráningar og greiðslukerfi með undirskrift samnings við Hafnarfjarðarbæ um innleiðingu Nóra fyrir tómstunda og íþróttastarf í Hafnarfirði.  Samningurinn gerir ráð fyrir innleiðingu Nóra með haustinu og að kerfið verði tengt við frístundakerfi Hafnarfjarðar.  Frístundakerfið er í Navision bókhaldskerfi Hafnarfjarðar sem Maritech sér um.

Hér fyrir neðan er fréttatilkynning frá Hafnarfjarðarbæ.

Aukin þjónusta við bæjarbúa og íþrótta- og tómstundafélög bæjarins

Í dag skrifuðu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Birgir Gunnlaugsson framkvæmdastjóri  Dynax undir samning um afnotarétt að NORA skráningar- og greiðslukerfi sem tekið verður í notkun hjá íþrótta- og tómstundarfélögum bæjarins nú í haust. Markmið bæjarins  með NORA er að samræma skráningu og vinnubrögð gagnvart íþrótta- og tómstundahreyfingunni og um leið að auka þjónustuna við bæjarbúa.  

Hafnarfjarðarbær hefur frá árinu 2002 greitt niður þátttökugjöld í íþrótta- og tómstundastarfi með það að markmiði  að gera börnum í Hafnarfirði kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og  um leið að efla íþrótta-  og forvarnastarf í bænum.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segir kerfið koma til með að auðvelda alla umsýslu  fyrir íþrótta- og tómstundarfélögin í bænum,  veita betri yfirsýn á  málaflokknum og síðast en ekki síst betra aðgengi fyrir þá bæjarbúa sem eru að sækja niðurgreiðsluna .

Á næstu vikum verður fyrirkomulagið kynnt fyrir notendum en nú þegar hafa Keilir,  FH og Haukar tekið kerfið í notkun en stefnt er að því að öll íþrótta- og tómstundafélög bæjarins noti  kerfið í haust. Um leið taka gildi breyttar  reglur um skilyrði fyrir niðurgreiðslunum.

Birgir Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Dynax sagði við undirskriftina að  stórt skref hafi verið tekið í dag þar sem öll félög í bænum væru hér með komin inn í NORA skráningarkerfið og sagði hann þau hjá Dynax hlakka til samstarfsins við Hafnarfjarðarbæ og íþrótta- og tómstundafélög bæjarins.

STEINUNN ÞORSTEINSDÓTTIR

UPPLÝSINGAFULLTRÚI / RITSTJÓRI UPPLÝSINGAMÁLA

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: