Aðal styrktaraðili FH er:

actavis_logo

Næsti leikur: 

Skýrsla um íþróttamál í Hafnarfirði

29.6.2015 Axel Guðmundsson

Ágætu FH-ingar

Nú á vordögum var gerð opinber skýrsla um íþróttamál í Hafnarfirði sem unnin var fyrir Hafnarfjarðarbæ. Skýrsla þessi er hluti af úttekt sem Hafnarfjarðarbær er að vinna í varðandi rekstur sveitarfélagsins.

Skýrsla þessi er að mörgu leyti ágæt, fortíðin greind að hluta, núverandi samningar skoðaðir og tillögur reifaðar um framtíðarskipan, allt framangreint er skýrsluhöfundar án samráðs, alla vega við okkur FH-inga.

Dvergurinn nýtt knatthús í Kaplakrika

29.1.2015 Axel Guðmundsson

Um miðjan mars er gert ráð fyrir að Dvergurinn nýtt knatthús FH-inga verði tilbúið til notkunar. Húsið verður upphitað og með FIFA 2 star gervigrasi.

Nú er hægt að tryggja sér tíma í Dvergnum milli 20:00 – 23:00 öll kvöld. Hádegis- og morguntímar eru einnig í boði.

Það eru einnig lausir hádegistímar í Risanum. 

Kaplakrika framkvæmdir - Opið hús

11.12.2013 Birgir

Kaplakrika framkvæmdir - Opið hús

Framkvæmdir við frjálsíþróttahúsið í Kaplakrika, sem eru samstarfsverkefni FH og Hafnarfjarðarbæjar, eru í samræmi við áætlanir, sem taka mið af því fjármagni sem fæst til verkframkvæmda hverju sinni. Nýlega var lokið við að steypa alla gólfplötuna í húsinu, en tæplega helmingur gólfsins var steyptur af fyrri verktaka hússins, sem fór frá verkinu haustið 2010, vegna gjaldþrots.

Framkvæmdafréttir

19.8.2012 Birgir

Hafnar eru framkvæmdir við að loka frjálsíþróttahúsinu. Samið var við VHE verktaka og áætla þeir verklok rétt fyrir áramótin 2012. Í þessum áfanga verður lagt áhersla á það að loka húsinu með því að klæða þakið og um leið styrkja bygginguna.

 

Á sama tíma verður farið í það að slétta aðkomuna að Kaplakrika.

Fréttir af framkvæmdum

19.4.2010 Hermann Valgarðsson
Framkvæmdum í Kaplakrika hefur miðað hægt undanfarna mánuði og mismikill mannskapur hefur verið á staðnum. Mestur hefur gangurinn verið í frjálsíþróttahúsinu og þessa dagana er verið að ljúka við að hífa þaksperrurnar.

Myndir af framkvæmdum

22.5.2009 Hermann Valgarðsson
Nokkrar myndir eru komnar inn undir framkvæmdavefinn. Þetta eru myndir sem að mestu voru teknar i mars fyrir fund aðalstjórnar.

Leiðbeiningar vegna framkvæmda

17.9.2008
Vegna framkvæmda í Kaplakrika eru foreldra beðnir um að brýna fyrir börnum sínum að fara með fyllstu gát um svæðið. Börnum og unglingum sem koma gangandi eða hjólandi á svæðið er bent á að nota undirgöngin sem liggja að og frá Krikanum, bæði frá Álfaskeiði og Setbergshverfinu, alls ekki að fara inn á eða út af svæðiinu gegnum aðalhliðið við Atlantsolíu. Foreldrum sem keyra börn sín og unglinga á svæðið er bent á að láta þau úr bílnum við ný uppsett biðskýli við íþróttahúsið og sækja þau einnig á sama stað, jafnframt því að brýna fyrir þeim að ganga ekki frá íþróttahúsinu í átt að aðalhliðinu, heldur bíða við eða í biðskýlinu.

Framkvæmdir að hefjast í Kaplakrika

13.2.2007
Nú liggja fyrir teikningar og verkáætlun á framtíðarskipulagi Kaplakrikasvæðisins sem FH og Hafnarfjarðarbær eru búnir að vinna í undanfarin ár. Þetta eru einhverjar mestu framkvæmdir í sögu félagsins og er áætlaður kostnaður rúmur milljarður króna. FH-ingar fá langþráða og glæsilega félagsaðstöðu, frjálsíþróttahús, stúkan verður stækkuð, mikil fjölgun búningsklefa o.m.fl.
Verkið verður boðið út á næstu vikum og framkvæmdirnar hefjast svo með hækkandi sól og eru áætluð verklok 1. júní 2009.

Það eru spennandi tímar framundan í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.

Styrktaraðilar íþróttadeilda FH eru: